<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Algengar spurningar > Almennt |
Lykilorð týnt, hvar sæki ég um nýtt?
Við innskráningargluggann í Reglu er hlekkurinn Týnt lykilorð, þar þarf að slá inn notendanafn og tölvupóstfang til þess að fá sent nýtt lykilorð. |
Til þess að segju Reglu upp þarf að senda tölvupóst á netfangið regla@regla.is þar sem upplýsingar um fyrirtækið koma fram. Athugið að uppsagnarfrestur er 1 mánuður og tekur gildi frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir uppsögn. |
Undir Stjórnun - Viðhald skráa - flytja inn skrá er boðið upp á nokkra mismunandi innflutning gagna á CSV formi. Hægt er að breyta Excel skjali auðveldlega í CSV skrá með því að opna Excel skjalið og vista það sem CSV skrá. Það er gert í Excel með því að smella á File > Save As og þar undir velja CSV í glugganum 'Save as type'. |
Ef upp koma villuboð í kerfinu sem útskýra sig ekki sjálf, þá biðjum við ykkur vinsamlegast að hafa samband. Hægt er að senda tölvupóst á regla@regla.is þar sem aðstæðum er lýst þar sem villan skapaðist, gott er að láta skjáskot af villu fylgja. Einnig er hægt að hafa beint samband í símanúmerið 520 1200 |
Hægt er að nálgast reikninga fyrir notkun fyrirtækis á Reglu undir Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa. |
Til þess að bæta við kerfiseiningu þarf að fara undir Stjórnun > Viðhald skráa > Kerfi Fyrirtækis. Á þeirri síðu þarf næst að haka í þá kerfiseiningu sem þú vilt bæta við og smella á uppfæra. Til þess að fá kerfiseininguna inn þarf að skrá sig út og aftur inn á Reglu. |
Til þess að taka út kerfiseiningu þarf að hafa samband við Reglu á tölvupóstfangið Regla@Regla.is og láta vita hvaða kerfiseiningu á að taka út. |