<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fyrstu skrefin > Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um rafræna reikninga/uppsetning |
Rafrænir reikningar eru reikningar sem sendir eru til viðskiptavinar eða sóttir frá viðskiptavinum í gegn um skeytamiðlara.
Regla er í samstarfi við tvo skeytamiðlara. Annars vegar Inexchange og hins vegar Unimaze.
Til þess að vera með rafræna reikninga i Reglu, þarf að sækja um áskrift hjá skeytamiðlara og hjá Reglu.
Það er gert inn í Reglu með því að fara í Stjórnun > Skráning og viðhald > Sækja um rafræna reikninga
Uppsetning á rafrænum reikningum:
Þegar búið er að senda beiðni, sendist tölvupóstur á uppgefið netfang, með Lykilorði og notandanafni frá þeim skeytamiðlara sem var valin.
Setja þarf notandanafn og lykilorð inn í Reglu. Það er gert með því að fara í Stjórnun > Viðhald skráa > Fyrirtækið
Fyrir almenna sendingu rafrænna reikninga, er nóg að fylla eingöngu út í reitina Notandanafn og Lykilorð
Ef senda á reikninga til stærri og deildarskiptra fyrirtækja, gætu þau fyrirtæki notað GLN númer til að aðgreina útibú og deildir.
Ef GLN nr. eru notuð, gefur fyrirtækið sem senda á reikninginn til, það númer upp og er það númer sett í reitinn GLN númer.
Þegar búið er að setja inn notandanafn og lykilorð frá skeytamiðlara, þarf að fara í Sölukerfi > Viðhald skráa > Viðskiptamenn
Finna þann viðskiptamann sem á að fá sendan rafrænan reikning,
fara inn í hans grunnupplýsingar og haka í dálkinn Rafræn viðskipti
Ef nota á GLN nr. þarf að fara í flipann Rafræn viðskipti og setja inn upplýsingar þar.