<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Reikningar > Skráning reikninga > Haus > Viðskiptamaður |
Til að skrá reikning þarf fyrst að velja þann viðskiptamann sem á að borga reikninginn. Það er hægt að gera á þrenna vegu, með því að leita eftir nafni viðskiptamanns, með því að leita eftir kennitölu viðskiptamanns og með því að leita eftir heimilisfangi viðskiptamanns.
Til þess að leita eftir nafni er skráð inn byrjunin á nafni þess viðskiptamanns sem á að fá reikninginn og svo smellt á myndina af gleraugum sem er hægramegin við kennitölutextasvæðið eða ýta á Enter hnappinn á lyklaborðinu.
Ef skilgreindur er sjálfgefinn viðskiptamaður í sölu undir Stýringar velur kerfið þann viðskiptavin þegar ýtt er á Enter.
Til þess að leita eftir kennitölu er farið eins að nema í stað þess að slá inn byrjun á nafni er slegin inn kennitala viðskiptamanns í kennitölutextasvæðið.
Ef einungis finnst einn viðskiptamaður þá fyllir kerfið sjálfkrafa út í svæðin viðskiptamaður, kennitala og innheimtumáti.
Það kemur einnig með upplýsingar um þjónustur viðskiptamanns lengst til hægri.
Ef kerfið finnur fleiri en einn viðskiptamann kemur upp lítill gluggi sem sjá má hér að neðan. Úr þessum glugga er hægt að velja þann viðskiptamann sem leitað var eftir, þetta er hægt að gera annars vegar með músinni og hins vegar með lyklaborði. Ef músin er notuð þarf einungis að tvísmella á viðeigandi línu og kerfið sér um afganginn. Ef lyklaborðið er notað þarf að nota örvarnar til að velja viðskiptamann og svo smella á Enter hnappinn. Ef enginn viðskiptamaður finnst er annaðhvort hægt að setja inn nýjan leitarstreng í textasvæðið efst og smella á Leita eða stofna nýjan viðskiptamann með því að smella á Stofna hnappinn.
Eftir að búið er að stofna nýja viðskiptamanninn getur þurft að leita að honum aftur.