<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Verkbókhald > Fyrirspurnir > Verk |
Fyrirspurn í skráð verk er hægt að gera eftir verkum, greiðendum, ábyrgðamönnum, auðkennisnúmeri og stöðu á verkum. Ef ekki er hakað við Allar stöður eru eingöngu birt þau verk sem ekki hafa stöðuna lokið eða aflýst þ.e. verk sem eru í vinnslu.
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði svo hægt sé að gera fyrirspurnir eftir einstökum víddum.
Öll verk sem falla undir leitarskilyrðin eru birt og hægt að skoða nánar þaðan með því að velja viðeigandi tákn sem birtast fremst í línu ef við á, þ.e. nánari upplýsingar um verk, skráða tíma á verk , skráðar vörur á verk og viðhengi á verki.