<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Móttakendur rafrænna reikninga |
Hér er hægt að finna þá viðskiptavini sem geta tekið á móti rafrænum reikningum en eru ekki þannig merktir í kerfinu.
Sölukerfi > Skráning og viðhald > Móttakendur rafrænna reikninga
Leita:
Hægt er að lista upp þeim viðskiptamönnum sem geta tekið á móti rafrænum reikningum. Það er gert með að smella á „Leita“ hnappinn þá birtast þeir viðskiptamenn sem eru móttækilegir rafrænum reikningum.
Senda tölvupósta:
Það er ágætt að senda tölvupósta á þá viðskiptamenn sem valdir eru úr listanum og fá staðfestingu að það sé í lagi að hafa þá í rafrænum skilum áður en þeir eru merktir sem slíkir.
Þegar búið er að velja viðskiptamenn úr listanum þá er smellt á „Senda tölvupósta“ og birtist þá tölvupóst gluggi sem hægt er að breyta skilaboðunum sem þar stendur.
Merkja viðskiptamenn í rafræn skil:
Þegar svör hafa borist frá viðskiptamönnum er svo hægt að velja viðskiptamennina úr listanum og merkja þá í rafræn skil. Það er gert með að smella á „Merkja viðskiptamenn í rafræn skil“.