<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Launakerfi > Viðhald skráa > Launa- og frádráttarliðir |
Allir algengustu launa- og frádráttarliðir sem fyrirtæki þurfa á að halda fylgja með uppsetningu kerfisins. Fyrirtæki getur þó bætt við launa- og frádráttarliðum ef þörf er á. Hér eru skráðar ýmsar skilgreiningar fyrir liði sem stýra útreikningi launa.
Liðum er skipt í fjórar tegundir launaliði, frádráttarliði, skattar og síðan annað útreiknað. Fyrirtæki getur bætt við launaliðum og frádráttarliðum og einnig gert ákveðnar breytingar. Þó er takmarkað hvaða breytingar má gera á liðum sem fylgja kerfi. Ekki er hægt að bæta við liðum sem eru útreiknaðir því að einungis kerfið sjálft veit hvaða reglur gilda um útreikning.
Fyrirtæki getur ekki bætt við skattaliðum og liðum yfir annað útreiknað og einnig er mjög takmarkað hverju má breyta á þessum liðum, þannig t.d. fyrir skattaliði eru bara leyfðar breytingar á heiti liða og röð þeirra á launaseðli. |
Hver liður hefur sitt ákveðna númer sem prentast t.d. á launaseðil og einnig geta númer liða sem fylgja kerfi haft ákveðna þýðingu og er því ekki leyft að breyta þeim númerum. |
Heiti launaliðs eins og það prentast t.d. á launaseðil. |
Þetta er hlaupandi númer sem ræður því í hvaða röð liðir prentast á launaseðil. |
Skilgreint ef launaliður á að keyrast bara í einum mánuði, eins og t.d. orlofs- og desemberuppbót, í hvaða keyrslumánuði hann á að keyrast og þannig passar kerfið uppá að það gleymist ekki. |
Skilgreint ef upphæð viðkomandi liðs er útreiknuð af kerfinu. |
Skilgreint hvort að skrá megi % af upphæð sem þá upphæð sem nota á í launaútreikningi. Ef t.d. launþegi vann bara hluta af ári er hægt að skrá % í liðina orlofs- og desemberuppbót. Ef prósenta er leyfð og slegin inn birtist hún alltaf á launaseðli. |
Skilgreint hvort leyft sé að skrá inn fjölda. T.d. fyrir liðinn yfirvinnulaun er leyft að skrá inn fjölda tíma og er þá útreiknuð upphæð margfeldi af skráðri upphæð og fjölda tíma. Ef fjöldi er leyfður og sleginn inn birtist hann alltaf á launaseðli. |
Skilgreint hvort liður eigi að reiknast inn í launatengd gjöld. |
Skilgreint hvort liður eigi að reiknast eigi orlof af launalið. |
Skilgreinir hvort liðurinn tilheyrir yfirvinnu eða ekki. Við t.d. útreikning á orlofi, bæði til greiðslu og uppsöfnun á tímum, er hægt að velja hvort orlof eigi að reiknast á yfirvinnu eða bara dagvinnu. Þessi merking hér hefur því áhrif á útreikninginn. |
Skilgreinir hvort liðurinn núllstillist eftir bókun eða ekki. |
Skilgreint hvort liður eigi að koma með í skilagrein til lífeyrissjóða. Allir liðir sem veljast á skilagrein bókast jafnframt í fjárhagsbókhald sundurliðað pr. lífeyrissjóðinn sem sér um innheimtu. |
Stýrir því á hvaða reit á launamið liður fer þegar launamiðar til skatts eru keyrðir á árslok. En vitanlega prentast engir launamiðar sem slíkir í kerfinu heldur eru launamiðafærslur sendar rafrænt til RSK. |
Stýrir því á hvaða lykla í fjárhagsbókhaldi liður bókast. Ekki á að þurfa að breyta þessum stýringum eins og þær fylgja kerfinu.
Ef fyrirtæki er ekki með fjárhagsbókhald í kerfinu og því allt aðra lykla er hægt að skilgreina Vörpun bókhaldslykla. |
Fyrir frádráttarliði er hægt að velja að fá bókun í fjárhagsbókhald sundurliðaða pr. launþega. Þannig væri t.d. hægt að fá fyrirframgreiðslu eða vöruúttekt sundurliðað pr. launþega í fjárhagsbókhaldi. |