Ný launakeyrsla

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Launakerfi > Launavinnslur >

Ný launakeyrsla

Valin er tegund launa þ.e. mánaðarlaun eða vikulaun. Launatímabil valið þ.e. dagsetning frá og dagsetning til. Að því búnu er smellt á hnappinn Ný launakeyrsla. Kerfið reiknar nú laun fyrir alla virka launþega fyrirtækis og birtir samtölur úr keyrslu sem eina línu í lista undir Launakeyrslur. Kerfið passar uppá að tímabil sem valið er í keyrslu skarist ekki á við eldri tímabil sem keyrð hafa verið.

 

Hægt er þó að keyra sama tímabil aftur ef t.d. launþegi hefur gleymst og kemur það þá sem viðbótar launakeyrsla, aðrir launþegar væru þá gerðir óvirkir á meðan . Áður þarf þó að bóka fyrri launakeyrslu.

 

Aldrei er hægt að hafa fleiri en eina óbókaða launakeyrslu í vinnslu í einu.

 

Aftast í línunni eru dálkar sem sýna stöðu á uppgjörsvinnslum fyrir viðkomandi launakeyrslu þ.e. er búið að greiða laun, bóka laun, senda staðgreiðslu, senda eldri skatta og senda iðgjöld til lífeyrissjóða.