Launþegar í launakeyrslu

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Launakerfi > Launavinnslur >

Launþegar í launakeyrslu

Með því að smella á línu undir Launakeyrslur birtir kerfið samtölur allra launþega í launakeyrslu.

 

Hér er einnig hægt að smella á  til að birta launaseðil ákveðins launþega. Ef launakeyrsla hefur ekki verið bókuð er hægt að eyða einstökum launþegum úr keyrslu með því að smella á  en athuga þarf þó að ef staðgreiðsluskilagrein eða lífeyrissjóðsskilagrein hefur verið send fyrir launþegann þarf að hafa samband við viðkomandi aðila og fá að leiðrétta áður sendar skilagreinar.

 

 Launakerfi - launþegar í keyrslu

 

Með því að smella á hnappinn Sjá launa - og frádráttarliði birtast allir skráðir launa - og frádráttarliðir launþeganna og með því að smella á línu launþega er farið beint í breytingar og þannig endurreikna viðkomandi launþega á mun hraðvirkari hátt en að endurreikna alla launkeyrsluna.

 

Með umslaginu er hægt að senda valdar færslur úr listanum í tölvupósti.

 

Hnötturinn sendir valdar færslur úr listanum í heimbanka. Gjald rafrænna launaseðla í birtingu fer eftir gjaldskrá Landsbankans. Ef hnappurinn er ekki sjáanlegur þá þarf að virkja sendingar launaseðla í heimabanka undir: Launabókhald > Viðhald skráa > Grunnupplýsingar