Leit

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Viðskiptamenn >

Leit

Í fyrstu kemur einungis leitin upp, en hún samanstendur af textasvæði og þremur hnöppum. Ef slegið er í textasvæði og svo smellt á leitarhnappinn mun kerfið leita að þeim viðskiptamanni.

 

Ef viðskiptamaður eða menn finnast kemur upp listi fyrir neðan leitarsvæðið og til hægri birtast ítarupplýsingar um þann mann sem er efstur í  leitarniðurstöðum.

 

Einnig er hægt að nálgast grunnupplýsingar um viðskiptamann með því að færa músina yfir upplýsingarmerkið sem er lengst til vinstri við hverja röð í listanum.

 

Ef enginn viðskiptamaður finnst telur kerfið að ætlunin sé að stofna nýjan viðskiptamann og því kemur upp innskráningarform hægra megin, kerfið áætlar hvort leitarorðið sé kennitala eða nafn og setur í viðeigandi textasvæði.

 

Sama innskráningarform má fá með því að smella á Stofna hnappinn. Hreinsa hnappurinn endurstillir síðuna.

 

Aftast í leit er dálkur sem sýnir stöðu á viðskiptamanni þ.e. hvort hann er virkur FIBSSA~1_img6 eða óvirkur FIBSSA~1_img7. Með því að smella á táknið er hægt að breyta um stöðu á viðskiptamanni.

 

clip0021