<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Viðskiptamenn > Rafræn viðskipti |
GLN númer:
GLN (Global location number). Alþjóðlegt númer sem viðskiptavinir geta fengið gegn gjaldi og sem hægt er að nota t.d. í rafrænum viðskiptum , ekki þó nauðsynlegt.
Nota GLN númer:
Ef hakað í merkireit þarf að skrá GLN númer viðskiptavinar annars er notast við kennitölu viðskiptavinar.
Sumir viðskiptavinir kunna að vera með skráð GLN númer og krefjast þess að það sé notað, eins og t.d. Reykjavíkurborg.
Deild:
Ef viðskiptavinur óskar að eftir að rafrænir reikningar séu stílaðir á deildir innan fyrirtækis er hægt að skrá deildarnúmer sem viðskiptavinur gefur upp hér.
Ef fyrirtæki eiga viðskipti við mismunandi deildir viðskiptavinar er hægt að skrá fleiri en eina deild í viðskiptamannskrá með því að bæta 2 tölustöfum aftan við kennitöluna.
Krafist á reikning:
Með því að haka við viðeigandi merkireiti er ekki hægt að skrá reikninga á viðskiptavin nema tiltekið svæði í skjámynd í reikningagerð sé útfyllt.
Sumir viðskiptavinir geta verið að gera þessar kröfur eins og t.d. Fjársýsla Ríkisins.
Móttekur tjónareikninga:
Hér er hakað við ef viðkomandi er tryggingarfélag sem fær reikninga fyrir hönd tjónþola. Þegar hakað er við hér birtist lítil skjámynd með í skráningu reikninga þegar gerður er reikningur á tryggingarfélagið