<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Reikningar > Skráning reikninga > Afhendingarseðlar |
Efst í hausfærslunni er hægt að velja afhendingarseðil.
Hægt er að leita að afhendingarseðlum eftir viðskiptavini, vegna svæði eða númeri seðils.
Afhendingarseðil er svo hægt að velja með því að smella á táknmyndina og þaðan velja þær aðgerðir sem almennt eru leyfðar fyrir aðrar tegundir í skráningu t.d. að afrita í reikning.
Ef valdir eru afhendingarseðlar fyrir einn viðskiptavin og ekki valið að sýna eldri er hægt að haka við fleiri en einn afhendingarseðil og smella svo á Gera reikning og flytjast þá allir valdir afhendingarseðlar beint yfir í skráningarform reiknings.
Þannig er hægt að gera einn reikning fyrir marga afhendingarseðla. Þetta getur hentað vel þar sem viðskiptavinir eru með margar vöruúttektir, og jafnvel á hverjum degi, en vilja ekki fá reikning eða kröfu í banka fyrir hverja úttekt, kannski bara einn reikning í mánuði.