<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Stjórnun > Stýringar > Annað |
Sjálfgefinn innheimtumáti viðskiptamanna
Hér er hægt að velja hvernig innheimtumáti mun vera sjálfgefinn í sölukerfinu.
Sýna framlegð
Undir þessari stýringu er hægt að ákveða hvaða notendur geta séð framlegð. Velja þarf notenda úr fellilistanum og haka í Sýna til þess að gefa viðkomandi aðgang að framlegð.
Tölvupóstur úr vefþjónustu fer frá
Hér er hægt að ráða frá hvort tölvupóstfang starfsmanns eða fyrirtækis sé sjálfgefið þegar verið er að senda tölvupósta úr Reglu.
Virkir innheimtumátar
Mögulegum innheimtumátum við reikningagerð hefur fjölgað mjög í gegnum tíðina og oft eru fyrirtæki eingöngu að nota hluta af þeim. Nú er hægt að velja hvaða innheimtumátar eru í boði í Reglu.