Áskriftarkeyrsla

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Áskriftarkerfi > Aðgerðir >

Áskriftarkeyrsla

Smellt er á FIBSSA~1_img77 til þess að setja áskriftarkeyrslu af stað. Þessi aðgerð fer í gegnum áskriftarfærslurnar í völdum áskriftarflokki og býr til reikning fyrir hvern einasta greiðanda.

 

Ef viðskiptavinur er stilltur á þann hátt að hann fær reikning í tölvupósti (sjá kafla 3.2.9) er tölvupósturinn sendur án þess að notandi sé beðinn um að staðfesta sendinguna.

 

Ef viðskiptavinur er stilltur á þann hátt að senda skuli kröfu í banka (sjá kafla 3.2.12) þá er krafan búin til ósend (sjá kafla 7).

 

Ef viðskiptavinur er stilltur á rafræn viðskipti (sjá kafla. 3.3) er rafrænn reikningur sendur sjálfkrafa. Reikningum sem ekki fara í tölvupósti er safnað upp í prentskrá (.pdf). Hægt að fletta upp einstaka reikningum gegnum reikningakerfið, að keyrslu lokinni (sjá kafla 6.3).

 

Áskriftarkeyrslan fer fram í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið er yfirlit yfir það sem er framundan. Þar kemur meðal annars fram hversu margir reikningar verða til í keyrslunni.

 

 

FIBSSA~1_img78

 

Næsta skref býr til reikningana sjálfa og birtir yfirlit yfir keyrsluna.

 

FIBSSA~1_img79

 
Næsta skref sendir tölvupósta og útbýr prentskrá. Þetta getur tekið þó nokkra stund ef færslur áskriftarflokksins eru mjög margar.

 

FIBSSA~1_img80

 

 

Að lokum birtist niðurstaða keyrslunnar.

 

Þegar smellt er á hnappinn Ljúka fer niðurstaðan í tölvupósti á tölvupóstfang sem skráð er í þessum glugga.

 

Hægt er að gera áskriftarflokkinn óvirkan að lokinni keyrslu ef einungis er hugmyndin að nota hann þetta eina skipti. Atburðaskrá tilgreinir hvert einasta skref sem áskriftarkeyrslan framkvæmdi.

 

Ef eitthvað kom upp á í keyrslunni birtast athugasemdir þar af lútandi.

 

FIBSSA~1_img81