Velja verk

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Verkbókhald > Útskuldun - reikningagerð >

Velja verk

Þegar komið er á síðuna má sjá lista yfir alla greiðendur að verkum sem eftir er að útskulda vinstra meginn. Notendur hafa aðgang að þessum lista á öllum stigum útskuldunar.

 

Fyrst þarf að velja þann greiðanda sem skulda skal á, við það kemur upp listi yfir öll þau verk sem unnin hafa verið fyrir þann greiðanda og á eftir að skulda út. Ef einnig er um að ræða útskuldaðar vörur birtast tveir listar annars vegar fyrir tíma og hins vegar fyrir vörur.

 

Á lista yfir tíma kemur fram heiti verks, ábyrgðamaður, fjöldi tíma sem á eftir að útskulda, fjöldi tíma sem er búið að útskulda, áætlaður fjöldi tíma og fjöldi tíma samkvæmt tilboði. Þá er hægt að afskrifa heilu verkin ef til dæmis búið er að útskulda samkvæmt tilboði.

 

Til þess að velja verk til útskuldunar þarf að haka við viðkomandi verk eða haka við hausinn til að velja öll verk.

 

Í upphafi eru öll verk valin.

 

Ef valið er að útskulda mörg verk í einu setur kerfið eitt verk á hvern reikning, þ.e. passar að blanda ekki saman verkum á reikning. Ef að hakað er við að sameina mörg verk á einn reikning þá setur kerfið öll verkin á einn reikning.

 

 

FIBSWO~1_img38