<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Innkaup > Aðgerðahnappar > Stillingar |
Hér eru stillingar sem stýra ýmsu í því hvernig innkaupaskráningin vinnur.
Sjálfgefið að dreifa kostnaði á vörulínur eftir magni
Valið er hvort kostnaði er dreift hlutfallslega á vörulínur eftir magni eða eftir innkaupsverði. Þegar reikningur er skráður er samt alltaf hægt að velja þetta í skráningunni.
Vörunúmer fyrir kostnað án/með vsk
Þau vörunúmer sem nota á til að skrá kostnað sem skráður er á reikningi.
Bókhaldslykill fyrir erlenda lánadrottna
Bókhaldslykill sem nota á fyrir erlenda lánadrottna. Sumir vilja halda erlendum lánadrottnum aðskildum frá innlendum en aðrir nota sama bókhaldslykil.
Vara við breytingu á kostnaðarverði ef breyting er meiri en ákv. %
Ef kostnaðarverð á vörulínu hefur breyst frá fyrra kostnaðarverði og breytingin er yfir skráðri prósentu birtist það feitletrað og í rauðu og er þá hægt að setja músarbendil yfir það og sjá eldra kostnaðarverð.
Hæð á skráningarsvæði fyrir vörulínur
Hæð í pixlum fyrir það svæði sem notað er á skjánum fyrir skráningu á vörulínum áður en „scroll bar“ birtist.