<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Viðhald skráa > Efnahagur/Rekstur - Skilgreiningar > Grunnupplýsingar skilgreininga |
Til að breyta færslu í skilgreiningu er smellt á línu og fer þá færslan í breytingarham og hægt að breyta mismunandi atriðum eftir Tegund.
Segir til um af hvaða tegund færsla er. Getur verið “Auð lína”, “Lína”, “Haus” eða “Samtala”. Hver tegund hefur mismunandi atriði sem hægt er að skilgreina. |
Hlaupandi númer sem stýrir því hvar færslan prentast á yfirlit. |
Heiti sem prentast á yfirlit. |
Þetta svæði er eingöngu aðgengilegt fyrir samtals færslu. Segir til um hvaða skilgreindar línur á að taka með í samtölu. |
Þetta svæði er notað til að stýra því hvort setja á sviga utan um upphæð. Sjálfgefið er Debet sem þýðir það að ef upphæð er í kredit þá kemur svigi utan um hana. Með því að velja Kredit kemur svigi utan um debet upphæðir. |
Ef þetta er valið þá er þessi lína tekin með ef valið er að sýna sundurliðun í útskrift yfirlits. Í sjálfri útskriftinni er einnig hægt að velja að sundurliða allar línur. |
Innslegið textasvæði sem birtist undir dálk skýring í yfirlitum. |