<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Innkaupakerfi > Fyrstu skref > Vörur |
Upplýsingarnar sem nauðsynlegt er að skrá á vöruspjaldinu (Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur) er að finna undir flipanum Innkaup.
Fyrst er mikilvægt að tengja vörurnar við birgja. Við tengjum vöru við birgja með því að opna vöruspjald, finna þar reitin Birgi og skrá viðskiptamann á vöruna.
Birgjar eru skráðir sem viðskiptamenn í kerfum Reglu og er hægt að finna nánari upplýsingar um skráningu viðskiptamanna hér.
Upplýsingar undir flipanum Innkaup verða útskýrð hér að neðan:
Hér er hægt að velja úr fellilista þá magneiningu sem varan berst í. Þessar upplýsingar eru þó ekki nauðsynlegar.
|
Skráið magnið sem varan berst í fyrir hverja pantaða einingu, t.d. ef að samtals 5 vörur koma saman í einni innkaupaeiningu þarf að skrá 5 stykki í þennan reit.
|
Þessi reitur er ætlaður jálfgefnu magni sem á að panta. Ef vanin er að panta 25 einingar, er þá hægt að skrá 25 í þennan reit og kerfið stingur upp á því magni þegar kemur að því að fylla út innkaupapöntun. Athugið að þegar kemur að því að fylla út pöntun er alltaf hægt að yfirskrifa magnið.
|
Sá tími sem tekur fyrir vöruna að berast frá birgja, skráð í dögum. |
Hér þarf að haka við ef kerfið á að gera tillögu að pöntun ef birgðastaða fer undir lágmarks birgðamagn sem er útskýrt hér fyrir neðan.
|
Ef föst álagning er á vöru þarf að skrá hana hér. |
Mikilvægasti reiturinn undir innkaupa flipanum. Hér skráum við þá birgðastöðu sem við viljum að magn vörunnar á okkar lagerum fari aldrei undir. Kerfið fylgist með birgðastöðu vörunnar og ef birgðastaða er undir þessu marki mun kerfið gera tillögu að panta þurfi vöruna í innkaupapöntunnar viðmótinu. Til þess að þessi tillaga verði gerð er mikilvægt að hakað sé í Gera pantanatillögu magnið sem kerfið stingur upp á að panta er magnið sem skráð er í reitin Pöntunarmagn.
|