Við minnum á desemberuppbót sem á að greiða út með næstu launum eða eigi síðar en 15. desember.

Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Ferðagjöfin og Regla

Að venju er þróunarteymi Reglu á tánum og tilbúið að bregðast við þeim áskorunum sem viðskiptavinir okkar þurfa að takast á við og á tímum Covid19 eru þær svo sannarlega fjölbreyttar. Nú er ferðagjöf yfirvalda tilbúin til notkunar og Regla stendur klár á sínu.

Afgreiðslukerfi Reglu getur nú tekið við ferðagjöf ríkisins sem greiðslumáta og er það í samstarfi við YAY sem býður upp á þjónustu við rafræn gjafakortasmáforrit.

Fyrirtæki sem vilja taka á móti ferðagjöfinni þurfa að sækja um skráningu á slóðinni https://ferdagjof.island.is/  en allar upplýsingar um ferðagjöfina má nálgast á www.ferðalag.is

Í afgreiðslukerfi Reglu er nú hægt að taka á móti öllum gjafabréfum YAY, ekki bara ferðagjöfinni en það þarf að uppfæra stillingar í vélbúnaði og þeir sem óska eftir að fá þessa uppfærslu í sín kassakerfi eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á regla@regla.is og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Starfsfólk Reglu

thordis