Skráning á námskeið í janúar er hafin.

Smelltu hér til að skrá þig.

Nýjustu breytingar og uppfærslur í Reglu – september

Þróunarteymi Reglu hefur ekki frekar en fyrri daginn slegið slöku við og kominn tími til að fara létt yfir það allra helsta sem gerst hefur í Reglu í sumar.

Vefverslanir

Það er komið þægilegra viðmót fyrir stillingar á vefverslanatengingum og samstillingu á vörum.

Hægt að sækja vörulista úr vefverslun í gegnum tenginguna í Reglu.

Vefverslanir geta núna sent meiri gögn til Reglu og núna er hægt að stofna, uppfæra og eyða vörum í vefverslun, sem gerir samsvarandi aðgerð í Reglu.

Vefverslanir + eldhúsprentari

Núna getur Regla tekið á móti matarpöntunum frá vefverslunum og prentað út í BOM-prentara tengdum afgreiðslukerfi Reglu.

Almennt

Bætt hefur verið inn sniðmátum fyrir innflutning gagna (.csv) undir „Handbækur og stillingar“.

Handbók á nýju formi á íslensku og ensku, nú er hægt að opna vef handbók úr Reglu sem beinir notendum beint að réttum upplýsingunum. Efst á öllum síðum er nú hlekkurinn „Opna Hjálp“ sem hægt er að smella á til þess að opna vef handbókina fyrir tiltekna síðu sem skoðuð er.

Hægt er að sækja um tengingu við þjóðskrá til Ferlis undir „Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um tengingu við þjóðskrá“.

Nú geta fyrirtæki sjálf sótt hreyfingalista fyrir viðskiptin við Reglu undir „Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa“.

Bókhald

Nú er hægt undir „Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Millifæra saldo“ að millifæra saldó á milli bókhaldslykla í efnahagsreikningi. Þessar millifærslur fara undir sérstakan fylgiskjalaflokk „90-Millifærslur“ og er sá fylgiskjalaflokkur ekki aðgengilegur til að breyta skráðum færslum annars staðar.

Nú er í jöfnun færslna undir „Bókhald > Skráning færsla > Jöfnun færslna“ hægt að framkvæma jöfnun á milli eldri jafnana sem gerðar hafa verið með mismun.

Sölukerfi og birgðir

Hægt er að færa birgðir á milli lagera með einni aðgerð undir flipanum „Birgðir“ í vöruskrá undir „Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur“.

Launabókhald

Hægt er að taka samtölur launa pr. launþega í prentsýn og þannig í t.d. Excel. Undir „Launabókhald > Launavinnslur > Launakeyrslur“.

Ef engin laun reiknast í launakeyrslu þá merkjast lífeyrissjóðsskilagreinar nú sjálfvirkt sem staðfestar.

Undir Launabókhald > Fyrirspurnir > Launaseðlar er nú hægt að keyra fyrirspurn í launabókhaldi sem flettir upp öllum launaseðlum tiltekins starfsmanns á völdu tímabili. Einnig er hægt að sameina og sækja launaseðlana á pdf formi.

Listar í launakerfi birtast núna sjálfgefið í röð eftir nafni launþega í stað kennitölu en alltaf hægt að raða.

Innkaupaskráning

Í innkaupaskráningu sést nú hvort vara er með í vefverslun og hægt er að merkja hana bæði í og úr vefverslun.

Hægt er að skrá afsláttarprósentu í haus reiknings sem þá kemur sjálfgefið sem afsláttarprósenta á línur reiknings og svo hægt að breyta.

Ef reikningur hefur óvart verið eingöngu bókaður í fjárhag eða eingöngu birgðafærður er nú hægt að sækja reikninginn og klára bókun eða birgðafærslu.

thordis