Skráning á námskeið í janúar er hafin.

Smelltu hér til að skrá þig.

Þróun vorannar 2021 í Reglu

Kæri notandi Reglu

 Með hækkandi sól og hlýnandi veðri berast nú fréttir af vinnufúsu þróunarteymi Reglu og í þessum lista er stiklað á stóru en viðbúið að eitthvað geti gleymst. Hér eru lúsiðnir forritarar í hverju skoti að breyta og bæta Reglu allan liðlangan daginn.

Það er von okkar að Regla nýtist ykkur vel í störfum ykkar og svo sannarlega viljum við leggja okkur fram um að mæta kröfum viðskiptavina.

 Rafrænir reikningar

Notendur geta nú valið hvort þeir vilja tengjast skeytamiðlara Inexchange eða Unimaze.

Regla sendir alla reikninga skv. nýjasta skeytastaðli PEPPOL BIS Billing 3.0 og EN 16931 (Evrópustaðall) og getur móttekið reikninga sem eru sendir skv. þeim staðli eða eldri staðli.

Launakerfi

Launakerfi ræður nú við 95 ára reglu fyrir þá sem greiða í lífeyrissjóð LSR. Launþegi greiðir ekki í lífeyrissjóð en launagreiðandi greiðir allt.

Hægt er að skila fjársýsluskatti með skilum á staðgreiðslu. Undir „Launabókhald > Viðhald skráa > Grunnupplýsingar“ er hakað við „Á að greiða fjársýsluskatt“ ef það á við.

Staða á útreiknuðum og útteknum orlofstímum (liðir 191 og 192) birtist nú þó launþegi sé ekki í stéttarfélagi og kemur fram bæði á launaseðli á pdf formi eða innsendum rafrænt í banka.

Nú er hægt að skrá úttekna orlofstíma (liður 192) án fjárhæðar og þannig einnig hægt að nota þennan möguleika (liðir 191 og 192) þó launþegi taki orlof út í fríi en ekki sem orlofsgreiðslu.

Fjárhagsbókhald

Ekki er lengur bókað debet og kredit á viðskiptakröfur ef endanlegur bókhaldslykill er viðskiptakröfur. Ein færsla í stað þriggja.

Ef viðskiptavinur er merktur erlendri mynt er hægt að velja hreyfingalista í þeirri mynt undir „Bókhald > Fyrirspurnir > Staða viðskiptamanna“. Þegar komið er inn í hreyfingalistann er hægt að haka við „Sýna erlenda mynt“.

Villuleit í innlestri bókhaldsfærslna bætt.

Verkbókhald

Í fyrirspurnum er nú hægt að velja hvort taka eigi með tímastimplanir.

Hægt er að skrá vöruinnkaup beint í verk

Hægt að sía sölufærslur eftir verkum

Sölukerfi

Hægt að sía sölufærslur eftir verkum

Leit í reikningalista gerð betri og nákvæmari með síun

Fjórðu fótlínu reikninga bætti við í „Hausar og táknmyndir“

thordis