Húsfélagakerfi
Regla hefur sett saman húsfélagakerfi sem sérstaka áskriftarleið húsfélaga að Reglu hugbúnaði og að nokkru leyti aðlagað kerfið að þörfum húsfélaga. Markmiðið er að bjóða einfalda lausn sem hentar forráðamönnum húsfélaga sem sjá um bókhald og innheimtu húsfélagsins.
Einfalt að stofna húsfélagið, og allar fastar upplýsingar um félagið sjálft. Auðveldari leið til að stofna þær stýringar sem flest húsfélög nota. Hægt að skrá stýringar fyrir kröfur og uppfæra þegar breytingar verða á eignarhaldi. Einfalt að stofna áskriftarflokk og skrá greiðendur. Hægt er að stofna vörunúmer fyrir húsgjöldin, og svo senda kröfur í banka og sækja færslur fyrir fjárhagsbókahaldið. Semja þarf við bankann um að taka við kröfunum. Einfalt að stofna alla íbúðareigendur í kerfinu, og skrá breytingar á eignarhaldi. Hægt að skoða þá sem þegar er búið að stofna, og haka út óvirka, þá sem eru fluttir eða búa ekki lengur í húsinu. Það eru allskonar möguleikar því kerfið þarf að þjóna flóknum fyrirtækjarekstri. Þegar búið er að stofna alla íbúðareigendur er líka hægt að taka listann út í excel, í pdf, senda í tölvupósti eða prenta.
Gott aðgengi og sjálfvirkni
Regla er skýjalausn sem er aðgengileg á netinu, hvar og hvenær sem er. Þú einfaldlega opnar vafrann og skráir þig inn á regla.is og byrjar að vinna.
Helsta virkni
Húsfélagsgjöld
Senda út kröfur fyrir húsgjöldum þar sem bankinn sér um að innheimta kröfurnar.Innlestur frá banka
Lesa inn í bókhald húsfélagsins færslur beint frá banka.Húsvörður, laun
Launavinnsla, ef húsfélagið hefur húsvörð á launaskrá.Ársuppgjör
Útgáfa rekstrar- og efnahagsreiknings húsfélagsins.
Innifalið í mánaðargjaldi Reglu
fylgir eftirfarandi án endurgjalds
Þjónusta öll símtöl og tölvupóstur
Námskeið við erum með live Zoom námskeið í fjárhag, sölu & launakerfum á 2 mánaða fresti
Hýsing Regla er nútíma skýjalausn, eitt kerfi fyrir alla
Notendur allir geta fengið aðgang til að skrá og skoða og þurfa ekki að deila aðgangi
Veltu % við rukkum ekki % af veltu
Viltu einfalda reksturinn?
Einföld og örugg skýjalausn. Meiri sjálfvirkni og minni vinna.