<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Verkbókhald > Skráning og viðhald > Tíma- og vöruskráning > Velja verk/verkhluta |
Til eru þrjár leiðir til að velja verk til að skrá á.
Í fyrsta lagi er hægt að velja greiðanda verksins úr lista yfir greiðendur en þá kemur upp listi yfir öll þau verk sem skráð eru á þann greiðanda, í öðru lagi er hægt að leita beint að verki óháð greiðendum og í þriðja lagi er hægt að velja verk úr lista yfir tíu síðustu verkin sem skráð var á.
Í fyrsta skiptið sem kerfið er notað er ekki boðið upp á lista yfir tíu síðustu verkin og því aðeins einn möguleiki í boði.
Efst til vinstri er hægt að leita eftir greiðendum með því að slá inn nafn eða byrjun á nafni og smella á leitar hnappinn, til þess að fá aftur upp alla greiðendur í listann þarf að leita eftir engu, þ.e. hafa texta svæðið autt og smella á leitar hnappinn.
Til þess að velja greiðanda er nóg að smella á viðeigandi línu í listanum en þá kemur upp listi yfir öll þau verk sem skráð eru á þann greiðanda og nafnið hans kemur fram fyrir ofan listann.
Til þess að fara til baka yfir í greiðendur þarf að smella á hnappinn sem er í titilrönd listans.
Eins og áður segir er einnig hægt að leita beint að verki óháð greiðendum með því að skrá inn heiti verks eða hluta úr heiti undir „Leita að verki“ og smella á leitarhnappinn.
Þegar verk er valið með því að smella á viðeigandi línu á listanum kemur fram listi yfir alla verkhluta sem fylgja verkinu fyrir neðan listann yfir verkin.
Ef enginn verkhlutur er skráður á verkið er listinn auður. Til þess að velja verkhluta þarf að smella á viðeigandi línu. Ef verkhlutur er valinn en ekki er viðeigandi að skrá færslu á verkhluta er hægt að smella á grænu örvarnar tvær sem eru fyrir ofan listann en það hreinsar út valdar færslur á verkhluta listanum. Ef aftur á móti ekki er til viðeigandi verkhlutur er hægt að búa til nýjan án vandræða. Það er gert með því að skrifa nafnið á nýja verkhlutanum í texta svæðið og smella á græna plús merkið hægra megin við það .
Eftir að starfsmaður hefur skráð áður í kerfið hefur hann aðgang að lista yfir tíu síðustu verkin sem hann hefur skráð á. Þetta er sjálfgefin listi og ætti að flýta fyrir í flestum tilfellum. Fyrir ofan þann lista er leið að greiðendum þannig að ef viðeigandi verk er ekki að finna á listanum þá er hægt að leita að viðeigandi greiðanda og finna verkið þar. Hægt er að komast aftur inn á listann yfir 10 síðustu verkin með því að smella á hnappinn á titilrönd listans yfir greiðendur.
Hægt er að stofna verk á valinn greiðanda með því að smella á í titilrönd listans. Samskonar hnappur er til staðar fyrir framan hverja færslu í lista yfir greiðendur og verk. Sá hnappur er einföld flýtileið til að stofna verk.