Listi

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Reikningar > Skráning reikninga > Nýjar vörulínur í skráningu >

Listi

Upplýsingar um vörulínur sem búið er að setja á reikninginn koma hér fyrir í lista þar sem hver vara hefur sína línu.

 

Ef eitthvað hefur verið slegið inn í textasvæðið og ekki er pláss til að sýna það í listanum þá er einungis byrjun textans sýnd, til þess að sjá afganginn af textanum er nóg að færa músina yfir textadálkinn.

 

Ef villa hefur verið gerð við innskráningu er auðvelt að laga hana á þessu stigi málsins með því annaðhvort að eyða röngu línunni úr listanum með því að smella á exið FIBSSA~1_img33 í eyða dálknum lengst til hægri, og slá svo inn nýja línu í staðinn sé þess þörf.

 

Einnig er hægt að tvísmella á línu og breyta þannig. Ekki er unnt að breyta línu eftir að reikningur er skráður, í slíku tilfelli verður að gera kredit reikning vegna leiðréttingar á fyrri reikningi og svo skrá nýjan réttan reikning. Athugið að mikilvægt er að geyma slíka reikninga í bókhaldi.

 

FIBSSA~1_img34