<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Reikningar > Skráning reikninga > Skrá og senda reikning |
Hægt er að prenta og skoða reikningana sjálfa, bæði með því að smella á Skrá og prenta/senda reikning hnappinn þegar verið er að skrá reikninginn og með því að smella á prentsýn eða prentun á reikningssýn.
Löglegan reikning er aldrei hægt að prenta oftar en einu sinni úr kerfinu. Ef valið er að prenta reikning aftur fær hann auðkennið “Reikningur afrit”. Notandi að kerfinu sem hefur stjórnunarréttindi getur þó endurvakið frumrit reiknings undir Sölukerfi > Stjórnun > Endurvekja frumrit reiknings. Hver reikningur hefur einkvæmt númer.
Þegar reikningur er skráður verða til færslur yfir í bókhald. Einkvæmt númer reiknings fylgir færslum yfir í bókhald þar sem notað er sérstakt tilvísunarsvæði sem er frátekið fyrir reikningsnúmer. Með þessu er tryggður rekjanleiki færslna í bókhaldi. Hér að neðan má sjá dæmi um reikning.
Efst í hægra horninu eru þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma á reikninginn. Þar er hægt að prenta reikninginn , prentun á reikningi flytur hann í pdf skrá þar sem notandi síðan prentar hann, senda hann með tölvupóst og prenta hann í pdf skrá (virkar eins og ).
Ef reikningur hefur verið kreditfærður birtist hnappur sem virkar sem tengill á milli upprunalega reikningsins og kredit reikningsins og með því að smella á hnappinn birtist upprunalegur reikningur eða kreditreikningur.
Ef reikningurinn á uppruna sinn í verkbókhaldi birtist hnappurinn , ef smellt er á hann koma upp skráðir tímar fyrir þann reikning, sá listi sem kemur upp er hugsaður fyrir starfsmenn fyrirtækisins en ekki til að senda með reikningnum. Til að fá tímaskráningu sem hægt er að senda með reikningnum er hægt að smella á hnappinn.
Eldri reikning er hægt að afrita í nýjan reikning með því að smella á og er þá hægt að velja hvort nota á verðin sem voru á upprunalegum reikningi eða nýjustu verð og afsláttarkjör. Þegar reikningur er afritaður er hægt að velja dagsetningu og viðskiptamann á nýja reikninginn.