<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fyrstu skrefin > Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá > Áskriftarfærslur |
Áskriftarfærsla þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:
1.Áskriftarflokkur
2.Kennitala greiðanda
3.Vöruheiti eða vörunúmer
4.Kennitala viðtakanda
5.Einingaverð
6.Gildir til
7.Reikningsfærslutexti
8.Magn
Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.
Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.
Áskriftarflokkur er heiti áskriftarflokks sem er þegar til í kerfinu.
Kennitala er notuð sem viðskiptamannanúmer og þarf því að vera einkvæm. Ef greiðandi eða viðtakandi hefur ekki kennitölu, til dæmis vegna þjóðernis (Land annað en Ísland) má kennitala vera allt að 20 tölustafir og/eða bókstafir (þó ekki sér íslenskir stafir).
Kennitölu greiðanda verður að skrá, en ekki kennitölu viðtakanda; viðtakandi er sá sami og greiðandi.
Vara er auðkennd með nákvæmu vöruheiti eða vörunúmer eins og það kemur fyrir í kerfinu. Það verður að skrá vöru.
Einingaverð þarf ekki að skrá en ef það er gert þá þarf það að vera tala jöfn eða yfir núlli. Ef einingaverði er sleppt er það sótt í vörulista.
Gildir til þarf ekki að skrá. Ef það er gert verður gildið að vera leyfileg dagsetning og ekki aftur í tímann.
Reikningsfærslutexta þarf ekki að skrá. Ef hann er skráður verður hann notaður sem skýringartexti á reikningsfærslum sem búnar eru til af þessari áskriftarfærslu.
Magn verður að skrá og það verður að vera leyfileg tala yfir núlli.
Dæmi um nokkrar línur væri:
Magazine 1;9905685829;The Magazine;;29;31.12.2013;Texti;1
Magazine 1;9905675789;The Magazine;9906932979;;;Texti;1