<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fyrstu skrefin > Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá > Færslur í fjárhagsbókhald 8 dálkar |
Þetta form af innlestri er skilgreint þannig það virki fyrir færslur úr kerfinu DK, án þess að breyta þurfi miklu. Áður en gögnin eru flutt inn þarf þó að passa að allir bókhaldslyklar séu skilgreindir í Reglu.
Til að sækja bókhaldsfærslur úr DK er farið í Fjárhagur/Skýrslur/Uppfærðar dagbækur og smellt á skjár.
Þá fæst yfirlit yfir allar uppfærðar dagbækur í DK:
Efst í glugganum er hægt að útbúa Excel skjal með gögnunum.
Í Excel er hægt að eyða óþarfa línum og dálkum. Fjarlægja skal allar línur með fyrirsögnum (efsta línan með fyrirsögnum dálkanna má vera). Fjarlægja skal fremsta dálkinn og aftasta dálkinn (Færslunúmer/Fnr og innsláttur). Það er einnig rétt að fjarlægja allar línur með Opnunarstöðum og VSK uppgjöri.
Mikilvægt: Áður en gögnin eru flutt inn í Reglu þarf að fara yfir bókhaldslyklana í Excel skjalinu og breyta lyklunum í samsvarandi bókhaldslykil sem er skráður í Reglu.
Uppsetningin svæða:
1.Dagsetning bókunnar
2.Færslutexti
3.Fylgiskjalsnúmer
4.Bókhaldslykill
5.Tilvísun
6.Undirlykill (kennitala)
7.Debet
8.Kredit
Dæmi í Excel:
CSV dæmi:
Dagsetning;Texti;Fskjal;Blykill;Tilvísun;Undirlykill;Debet;Kredit
11.1.2018;abc;1;7600;1;5212080230;12400;
11.1.2018;abc;1;1200;1;;;10000
11.1.2018;abc;1;9530;1;;;2400
12.1.2018;xyz;2;9350;5212080230;;;2470
12.1.2018;xyz;2;4240;;;1992;
12.1.2018;xyz;2;9510;;;478;
Lýsing:
Dálkurinn undirlykill er fyrir bókhaldslykla sem krefjast kennitölu. Kennitalan verður að vera skráð á viðskiptaaðila í Reglu.
Fylgiskjalsnúmer má vera tala eða texti. Fylgiskjalsnúmerið er notað til að tengja saman upphæðirnar á færslunum. Debet og Kredit upphæðir innan fylgiskjalsnúmers verða að stemma á núlli. VSK færslur verða að vera skráðar á vsk lykil.
Dæmi, fyrir fylgiskjal 1 að ofan: Færslan í línu 2 (lykill 7600) er með vsk færslu í línu 4 (lykill 9530). Til að kerfið viti að þessar tvær línur tengist, þarf lykillinn 9530 að vera skráður sem vsk-lykill á lykilinn 7600. Upphæðin á færslunum tveim þarf líka að passa miðað við vsk-prósentuna sem er skilgreind á vsk-lyklinum.
Villuleit í innlestri:
Ef villur finnast þegar smellt er á Villuleita/Vista eru þær færslur birtar og svæði sem eru með villum sýnd með rauðum bakgrunni. Meðan einhverjar færslur eru birtar á þennan hátt eru engar færslur fluttar í dagbók og þarf því að leiðrétta csv skrá og keyra aftur.
Hægt er að setja bendill á svæði með rauðum bakgrunni og fæst þá skýring á villu. Ef fleiri en eitt svæði í línu er sýnt með rauðum bakgrunni virkar þetta þó bara fyrir fyrsta svæðið.