<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fyrstu skrefin > Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá > Færslur í fjárhagsbókhald 15 dálkar |
Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villuleit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.
Best er að nota formið sem nálgast má undir "Handbækur og stillingar" fyrir innflutning á bókhaldsfærslum, í þessu dæmi 15 dálka innflutning.
Færslur sem lesnar eru inn úr csv skrá fara í sérstakan fylgiskjalaflokk 14. Fylgiskjalsnúmer í csv skrá þjónar eingöngu þeim tilgangi að hengja saman fleiri en eina færslu í eitt fylgiskjal og skiptir þá ekki máli hvaða númer sett er í svæðið, færslur með sama númeri og liggja saman fara í eitt fylgiskjal. Ef ekkert númer er sett í svæðið myndar ein færsla eitt fylgiskjal.
„Fjárhæð“ er alltaf með vsk.
Ef sett er fjárhæð í „Þar af vsk“ svæðið flyst sú fjárhæð sem útreiknaður vsk í dagbók. Ef svæðið er autt eða með 0 sér innlesturinn um að reikna vsk.
Ef skráð er í svæðið dagsetning reiknings álítur kerfið að um sé að ræða bókun á greiðslu reiknings frá lánadrottni og reikningur hafi ekki verið bókaður áður. Þá gerir kerfið bókun á lánadrottna á dagsetningu sem er „Dags. Reikn“ og svo út af lánadrottnum með dagsetningu „Dagsetning“. Dæmi um þetta er seinni færslan hér að neðan.
Við innlestur á færslum fara færslur í gegnum grunnvilluleit t.d. dálkafjöldi sé réttur og færslur síðan birtar til skoðunar. Ef allt er eðlilegt er smellt á Villuleita/Vista og fara þá færslur í gegnum nákvæmari villuleit. Ef villur eru ekki það alvarlegar að ekki sé talið rétt stoppa innlestur af þá eru færslur fluttar í dagbók annars eru villur birtar og engar færslur fluttar í dagbók.
Færslur í dagbók þarf alltaf að staðfesta. Færslur í dagbók sem eru merktar með gulu tákni eru villulausar og hægt að staðfesta án frekari lagfæringa en þær sem eru með rauðu tákni þarf að lagfæra áður en þær eru staðfestar.
Hægt er að varpa bókhaldslyklum í aðra lykla þegar skráin er flutt inn. Þetta er hentugt ef það er verið að flytja úr öðru bókhaldskerfi með öðruvísi uppsetningu.
Villuleit í innlestri:
Ef alvarlegar villur finnast þegar smellt er á Villuleita/Vista eru þær færslur birtar og svæði sem eru með villum sýnd með rauðum bakgrunni. Meðan einhverjar færslur eru birtar á þennan hátt eru engar færslur fluttar í dagbók og þarf því að leiðrétta csv skrá og keyra aftur.
Hægt er að setja bendill á svæði með rauðum bakgrunni og fæst þá skýring á villu. Ef fleiri en eitt svæði í línu er sýnt með rauðum bakgrunni virkar þetta þó bara fyrir fyrsta svæðið.
Athuga:
Fylgiskjalsnr. í inntaki er sett í tilvísunarsvæði í dagbókarfærslu. En ef einnig er skráð tilvísun í inntaki er fylgiskjalsnúmer ekki sett yfir það heldur bætt aftan við færslutexta ef pláss er fyrir það.
31.12.2012;;1200;7600;23494;;Bakfærð skuld v/hættur;1601542179;;;;;;;
31.12.2012;;4010;7810;5000;;Internetkostnaður;4308050530;;;;;12345;asdfgh;1.12.2012