<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Afgreiðslukerfi > Geyma reikning |
Alltaf er hægt að geyma reikning og sækja hann síðar til afgreiðslu, þetta er sérstaklega notað í afgreiðslu á veitingastöðum þar sem jafnóðum eru skráðar afgreiðslur á borð en það getur líka verið handhægt í verslunum að geta geymt reikning, til dæmis ef viðskiptavinur gleymir korti og vill koma síðar. Þá þarf ekki að eyða afgreiðslunni og slá öllu inn aftur heldur er reikningurinn bara geymdur með öllu og sóttur þegar viðskiptavinurinn kemur aftur.