<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Afgreiðslukerfi > Sala á borð (staðsetningar) |
Pantanir og sala á borð fer þannig fram að fyrst er salurinn valinn (ef um er að ræða marga staðsetningarflokka) og síðan borðið (staðsetningar), pöntunin er skráð á borðið og ef ekki er greitt jafnóðum er reikningurinn (pöntunin) geymd. Borðið á skjánum litast rautt ef á því er óafgreiddur reikningur.
Á myndinni hér að neðan má sjá að á Borð 1 hefur verið afgreitt fyrir samtals 3.500 krónur og það er ógreitt (rautt), á Borð 2 hefur verið afgreitt fyrir 5.000 krónur og það er líka ógreitt.
Ef bæta á vöru eða þjónustu á reikninginn eða greiða reikninginn er borðið valið og þá birtast vörulínurnar á skjánum og hægt að bæta við eða ganga frá greiðslu.