<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Launakerfi > Viðhald skráa > Lífeyrissjóðir / Innheimtuaðilar |
Kerfið byggir á stöðluðu kerfi Landssamtaka lífeyrissjóða þannig að númer lífeyrissjóða og einnig stéttarfélaga eru fyrirfram ákveðin í því kerfi. Nokkrir algengustu lífeyrissjóðir og stéttarfélög fylgja með uppsetningu kerfisins en aðra þarf að stofna.
Innheimtuaðili getur verið annaðhvort lífeyrissjóður eða stéttarfélag. Þegar færsla fyrir lífeyrissjóð / innheimtuaðila er stofnuð í kerfinu er slegið inn Númer lífeyrissjóðs / innheimtuaðila og síðan smellt á hnappinn og eru þá aðrar nauðsynlegar upplýsingar sóttar í kerfi Landssamtakanna.
Ef verið var skrá lífeyrissjóð þarf að skrá % fyrir Iðgjald og Mótframlag.
Svæðin Bankareikningur og Póstfang eru ekki nauðsynleg en ef skráð er í þau þá birtast þau á skilagrein innheimtuaðilans. Þannig að ef innheimtuaðili er ekki í rafræna skilagreinakerfinu eða krafa stofnast ekki sjálfkrafa í banka þá hefur notandi allar upplýsingar á skilagreininni sjálfri til að senda hana í tölvupósti og greiða iðgjöld í banka.
Athugið að með því að smella á „linkinn“ Upplýsingar um lífeyrissjóði og stéttarfélög í rafrænu skilagreinakerfi samtaka lífeyrissjóða birtist listi yfir alla lífeyrissjóði og stéttarfélög og er þannig hægt að finna rétt númer.
Ef lífeyrissjóður finnst ekki í kerfi Landssamtaka lífeyrissjóða þarf að búa til fjögurra stafa númer fyrir sjóðinn og skrá upplýsingar í öll svæðin áður en smellt er á . Ef búið er til númer er góð regla að láta númer fyrir lífeyrissjóði byrja á 1 og númer fyrir stéttarfélög byrja á 2.