<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Launakerfi > Viðhald skráa > Launþegar > Skilgreining launþega > Launa- og frádráttarliðir |
Hér eru valdir þeir launa og frádráttarliðir sem eiga við launþega. Oft er um að ræða sömu eða svipaða liði hjá öllum starfsmönnum fyrirtækis og er þá hægt velja sömu liði og einhver annar starfsmaður hefur með því að velja starfsmann í flettilistanum Velja sömu og.
Töluvert af liðum fylgir kerfi við uppsetningu og líklega flestir þeir sem venjulegt fyrirtæki þarf. Fyrirtæki getur þó bætt við eigin launa og frádráttarliðum undir Viðhald skráa > Launa- og frádráttarliðir.
Hér eru skráðar upphæðir eins og t.d. á liðin Mánaðarlaun og einnig fjöldi ef við á eins og t.d. á liðinn Yfirvinnulaun. Upphæðir sem eru slegnar hér inn haldast í næstu launakeyrslum en fjölda tölur núllstillast einnig núllstillast upphæðir á frádráttarliðum.
Eftir að laun hafa verið reiknuð er hægt að breyta einstaka launa- og frádráttarliðum á launþega þ.e. %, fjölda og upphæðum eins og sýnt er hér aftar undir Launavinnslur > Launakeyrslur.
Ef valið er að endurreikna launakeyrslu í heild eða ákveðinn launþega þá er það alltaf gert út frá þeim forsendum sem hér eru skráðar.
Hægt er að að fyrirframskrá á launa- og frádráttarliði með því að smella á táknmyndina og þá birtist þessi skjámynd:
Þetta gefur möguleika á að skrá t.d. eftirágreiddan skatt (eftir álagningu) niður á mánuði strax og yfirlit berst frá skatti. Einnig t.d. að skrá fyrirfram ákveðna launabreytingu frá og með ákveðnum mánuði. Ef innskráð dagsetning er innan launatímabils launakeyrslu er skráningin tekin með í þá launakeyrslu.