<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Launakerfi > Viðhald skráa > Launþegar > Skilgreining launþega > Grunnupplýsingar |
Hér eru skilgreindar ýmsar grunnupplýsingar launþega. Áður en þessi skráning er gerð þarf að athuga að skilgreiningar séu til fyrir lífeyrissjóð og stéttarfélag sem launþegi tilheyrir sjá Viðhald skráa > Lífeyrissjóðir og Viðhald skráa > Stéttarfélög. Til að launþegi birtist sem virkur á starfsmannalista skal taka hakið af svæðinu Óvirkur. Flest svæðin á þessari skjámynd skýra sig sjálf kannski að undanskyldum þessum:
Laun hjá öðrum Ef að launþegi þiggur laun frá öðrum vinnuveitanda þarf að skrá þau laun hér inn þannig að kerfið reikni rétt staðgreiðslu skatta.
Eldri ónýttur persónuafsláttur Ef launþegi á eldri uppsafnaðann ónýttan persónuafslátt skal hann færður hér inn.
Eldri ónýttur persónuafsl. frá maka Ef launþegi getur nýtt ónýttan persónuafslátt frá maka skal hann færður hér inn.
Áður ofdregin staðgreiðsla Ef dregin hefur verið of mikið af launþega í staðgreiðsluskatta er hægt að leiðrétta það í launkeyrslum sem síðar koma.
Þegar laun eru bókuð sér kerfið um að uppfæra eldri ónýttan persónuafslátt þannig að hann sé réttur fyrir næstu launakeyrslu og núllar hann svo út um áramót.
Ef orlof er ekki reiknað til greiðslu er hér hægt að velja að reiknaðir séu orlofstímar sem safnast upp á launþegann. Neðst á launaseðli sést þá alltaf uppsafnaðair orlofstímar, notaðir og eftirstöðvar. Ef hakað er við þetta koma sjálfvirkt inn launaliðir 191-Orlofstímar og 192-Notaðir orlofstímar. Þegar orlof er svo greitt út þá skal nota launalið 192-Notaðir orlofstímar |
Sama lýsing og að ofan. En valið hér hvort einnig eigi að reikna orlofstíma á yfirvinnulaun. Ekki er hægt að velja að reikna orlofstíma eingöngu á yfirvinnulaun. |
Ef reiknaðir eru orlofstímar á föst mánaðarlaun, vikulaun eða hálfsmánaðarlaun, þarf að skrá hér hversu margir vinnutímar eru í mánuði svo hægt sé að reikna út tímakaup. Vinnutímar í mánuði eru mismunandi eftir mismunandi samningum stéttarfélaga t.d. fyrir skrifstofufólk hjá VR eru þeir 160 en fyrir afgreiðslufólk 170. |
Ef ríkisskattstjóri hefur staðfest að launþegi sé undanþeginn staðgreiðslu vegna tvísköttunarsamnings er hakað við hér. Athugið að ef staðfesting liggur ekki fyrir hendi hjá ríkisskattstjóra þá er ekki hægt að senda staðgreiðsluskilagrein. |
Ef launþegi er skilgreindur sem erlendur sérfræðingur hjá ríkisskattstjóra þarf hann ekki að greiða staðgreiðslu nema af 75% launa. |
Ef launþegi á að greiða aðra prósentu í starfsmenntasjóð en skilgreind er undir stéttarfélagi skal skrá þá prósentu hér. Ef hann á ekki að greiða neitt skal hakað aftan við "Undanþeginn" |
Ef það þarf að greiða laun inn á bankareikning sem er ekki í eigu launþega er kennitala eiganda þess bankareiknings skilgreind hér. T.d. gætu hjón verið með sameiginlegan bankareikning eða börn ekki haft eigin bankareikning. |
Launþegi getur valið að borga í tvo séreignasjóði. Með því að smella á táknið opnast svæði til að skrá upplýsingar um annan séreignasjóð. |