<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Verkbókhald > Skráning og viðhald > Verk |
Umsýsla verka felst í einfaldri skráningu upplýsinga.
Upplýsingarnar eru atriði eins og greiðandi, heiti verks, ábyrgðaraðili, lýsing og verkhlutar.
Innskráningarsvæði merkt með stjörnu (*) þarf að fylla út.
Auðvelt er að leita að verki eftir greiðanda, nafni eða ábyrgðaraðila og nægir að hafa eingöngu byrjun á nafni. Ef ekkert er sett í leitarsvæðið birtast öll verk. Einnig er hægt að skrá beint á verk með því að smella á myndina af klukkunni í listanum við viðeigandi verk. Með því að smella á táknið birtast samandregnar upplýsingar fyrir verkið verkbeiðni/verklýsing ásamt skráðum vörum og tímum.
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við svæði til að skrá víddir á verk.