<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Verkbókhald > Skráning og viðhald > Verk > Leit |
Í fyrstu kemur einungis leitin upp, en hún samanstendur af textasvæði, þremur hnöppum og haki.
Ef slegið er í textasvæði og svo smellt á leitarhnappinn mun kerfið leita að því verki. Ef eitt eða fleiri verk finnast kemur upp listi fyrir neðan leitarsvæðið og til hægri birtast ítarupplýsingar um það verk sem er efst á lista.
Ef ekkert verk finnst telur kerfið að ætlunin sé að stofna nýtt verk og innskráningarform kemur upp hægra megin, kerfið áætlar að leitarorðið sé heiti verks og setur í viðeigandi textasvæði.
Þetta sama innskráningarform má fá með því að smella á Stofna hnappinn í staðinn fyrir leitarhnappinn.
Hreinsa hnappurinn endurstillir síðuna. Það er sjálfvalið að leita í öllum stöðum en ef hakið er tekið af þá er einungis leitað að verkum sem eru í stöðunni Ekki hafið og Í vinnslu.