Starfsmaður þegar til sem launþegi

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Afgreiðslukerfi > Tímaskráning í afgreiðslukerfi > Stofna starfsmenn >

Starfsmaður þegar til sem launþegi

Ef búið er að stofna starfsmann í launakerfi þarf að bæta við hann upplýsingum. í fyrsta lagi að gera hann að notanda kerfa og í öðru lagi að gefa honum aðgangshlutverk. Þetta er gert í Stjórnun - Viðhald skráa - Starfsmenn

 

Skrá starfsmann sem notandi kerfa

 

Í fyrsta lagi þarf að haka við að viðkomandi starfsmaður eigi að vera notandi kerfa.

 

Kerfið stingur þá upp á notendanafni en það er gott að koma sér upp ákveðnu kerfi, til dæmis fyrstu 3 stafirnir í fyrirtækinu og svo hlaupandi númer, ekki er mælt með að nota broddstafi.

 

Í netfang er hægt að skrá netfang starfsmannsins og hann fær þá póst með aðgangsorði. Önnur leið er að stjórnandi setji þarna sitt eigið aðgangsorð, fari síðan inn í kerfið og lagi hið flókna aðgangsorð sem kerfið stingur upp á í eitthvað sem er fljótlegt og einfalt fyrir starfsmanninn að nota þegar hann skráir sig inn á kassann. Síðan þarf að koma aðgangsupplýsingunum til starfsmannsins og hann getur þá skráð sig inn í kassann.

 

 

POS stofna starfsmann

 

Gefa starfsmanni hlutverk

 

Fara þarf í Stjórnun - Viðhald skráa - Hlutverk til að leyfa kassastarfsmanni að selja í kerfinu, velja þarf hlutverkið "Skráning og viðhald" og með því að pikka í íconið fremst í línunni og velja "bæta við" þá opnast lítill gluggi með lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa aðgang að sölu og hægt að haka við þá starfsmenn sem eiga að geta afgreitt í afgreiðslukerfinu.

 

POS hlutverk á starfsmann 1   POS hlutverk á starfsmann 2