<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Viðskiptamenn > Annað |
Almennt eru gjalddagar og eindagar skilgreindir undir „Kröfustillingar“ í sölukerfi. Ef þörf er á að hafa mismunandi skilgreiningar eftir viðskiptavinum er einnig hægt að skilgreina það hér. Bæði er hægt að skilgreina gjalddaga/eindaga sem fjölda daga frá útgáfudegi reiknings eða ákveðinn mánaðardag í næsta mánuði á eftir útgáfudegi reiknings. Ef ákveðinn mánaðardagur er settur sem 31 en næsti mánuður hefur færri daga þá sér kerfið um að nota loka dag mánaðar t.d. 28 eða 29 fyrir febrúar. |
Athugasemd á skjá gefur notanda möguleika á að skrá niður athugasemd um viðskiptamanninn. Þessi athugasemd kemur ekki aðeins upp í hvert skipti sem flett er upp á honum á viðskiptamanna-síðunni heldur kemur hún einnig fyrir þegar verið er að skrá reikning á hann. Þessi athugasemd birtist einungis á skjánum og er hugsuð fyrir notendur kerfisins en ekki viðskiptamanninn. Eftir að búið er að skrá athugasemd fyrir viðskiptamann þá birtist hún hjá öllum notendum viðkomandi seljanda. Dæmi um athugasemd gæti verið “Aðeins gegn staðgreiðslu.” |
Athugasemd á reikning birtist ekki eingöngu á skjá notanda heldur prentast hún á alla reikninga sem eru skrifaðir á viðskiptamanninn. Dæmi slíka athugasemd gæti verið “Sendist með Flytjanda.” eða “Eingöngu opið eftir hádegi.” |
Undir „Sölukerfi>Stjórnun>Stýringar“ er hægt að skilgreina að almenna reglan sé sú að birta ekki verðupplýsingar á afgreiðsluseðlum til viðskiptavina. Hér er svo hægt að breyta því fyrir ákveðna viðskiptavini þ.e. að afgreiðsluseðlar til þeirra sýni verðupplýsingar.
|