<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Vörur > Birgðir |
Ef fyrirtæki er með birgðabókhald birtist sérstakur flipi Birgðir.
Þar eru skráðar sérupplýsingar fyrir birgðabókhald og einnig er hægt að skrá og skoða birgðafærslur þar.
Hægt er að velja að sjálfgefið sé að allar vörur sem skráðar eru verða merktar í birgðabókhald undir Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar með því að haka í Sjálfgefið að merkja vöru í birgðabókhald.
Sá sem vara er keypt af. Birgi þarf að vera til í viðskiptamannaskrá. Hægt er að velja stýringuna Velja þarf birgja undir Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar sem krefst þess að vara sé skráð á birgja við nýskráningu eða uppfærslu á vöru. Stýringin birtist þegar hakað er í Sjálfgefið að merkja vöru í birgðabókhald. |
Vörunúmer sem birgi notar fyrir vöruna í sínu kerfi. Þetta er nauðsynleg t.d. til þess að geta gert pantanir á vörum frá birgja. |
Kostnaðarverð vöru er einnig hægt að skrá undir vöru flipa. |
Ef t.d. haldið er utan um birgðir á öðru vörunúmeri en notað er í sölukerfi er það vörunúmer skráð hér. Einnig ef sala á einni vöru hefur áhrif á birgðir á fleiri en einni vöru. Með því að smella á táknið opnast skráningarviðmót fyrir þetta. |
Neðri hlutinn á skjánum er til þess að skrá inn birgðafærslur t.d. innkaup og leiðréttingar. Allar sölufærslur koma sjálfvirkt í birgðabókhald og er sjálfgefið að sýna þær ekki í lista yfir birgðahreyfingar, en með því að taka af viðeigandi hak birtast einnig sölufærslur og er þá jafnframt hægt að smella á tilvísun sem er reikningsnúmer og skoða þannig sölureikning.
Vöruútskuldun í verkbókhaldi býr strax til birgðafærslu þ.e. birgðafærslan verður ekki til þegar reikningur er gerður eins og þegar vara er útskulduð í gegnum sölukerfi. |