<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Innkaup > Hausupplýsingar innkaupareiknings |
Birgjum er hægt að fletta bæði eftir kennitölu og nafni. |
Númer sem er á innkaupareikningi. Kerfið passar upp á að sami reikningur sé ekki skráður oftar en einu sinni út frá birgja, reikningsnr. og dagsetningu reiknings. |
Hægt er að skrá skýringu með reikningi en ekki nauðsynlegt. |
Útgáfudagur reiknings. Skráður útgáfudagur verður sjálfgefinn dagsetning birgðafærslna sem birtist efst í vörulínu svæðinu en er svo hægt að breyta að vild. |
Sjálfgefið er valin sú mynt sem skráð er á birgjann í viðskiptamannaskrá en einnig er hægt að velja mynt í skjámynd. Gengi sem notast er við er skráð gengi á þeirri dagsetningu sem er skráð í dagsetningu reiknings. |
Hér er skráð heildarupphæð reiknings fyrir utan vsk, villuleit í lok skráningar lætur vita ef niðurstaða skráðra vörulína passar ekki við þessa upphæð |
Hér er skráður samtals vsk á reikningi. |
Hér er skráður sá kostnaður sem er hluti af reikningi þ.e. er inni í samtölu reiknings. |
Hér er skráður sá kostnaður sem er ekki hluti af reikningi en á að hafa áhrif á kostnaðarverð á vörunum á reikningnum t.d. flutningskostnaður sem kemur fram á sér reikningi. Þessi kostnaður er alltaf skráður í þeirri mynt sem fyrirtækið þ.e. vörukaupi vinnur í sem sagt yfirleitt ISK fyrir íslensk fyrirtæki. |
Hér er skráð samtals magn/fjöldi á línum reiknings. Þetta er nauðsynlegt ef skipta á kostnaði eftir magni. Einnig er þetta notað í villuleit. |
Tvær aðferðir eru í boði við að skipta kostnaði niður á vörulínur. Annars vegar eftir magni/fjölda og þá ræður skráð magn í vörulínu sem hlutfall af samtals magni hver kostnaðarhluti vörunnar verður. Hin aðferðin er að nota skráð innkaupsverð í vörulínu sem hlutfall af samtals upphæð reiknings. Til þess að velja hvort aðferðin er notuð er smellt á Stillingar og valið þar. |