<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Verkbókhald > Stjórnun > Stýringar > Útskuldun / Reikningar |
Ef hakað er við mun verkbeiðni fylgja reikningum sjálfvirkt í útskuldun. |
Ef í útskuldun á verk eru hugsanlega sameinuð mörg verk á einn reikning er nauðsynlegt að haka við hér ef greiðandi reiknings þarf að sjá sundurliðun á hvert verk á reikningi.
Ef hins vegar reglan er sú að gera einn reikning pr. verk er þetta óþarfi því heiti verks kemur þá í reikningshausinn. |
Ef hakað við er nánari lýsing sem skráð er á verkið sett sem athugasemd á reikninginn þegar farið er í útskuldun. Þetta á þó eingöngu við ef notandi velur ekki að sameina fleiri en eitt verk á sama reikning í útskuldun. |
Ef hakað við er nafni starfsmanns sem vann verkið, þ.e. tímar eru skráðir á, bætt í vörulínur á reikningi. |
Ef hakað er við mun dagsetning verksins vera bætt við vörulínu á reikning. |
Ef hakað er við mun lýsing vera bætt við vörulínu á reikning. |
Ef hakað er við hér er ekki hægt að velja þau verk sem ekki hafa stöðuna lokið þegar verið er að vinna í útskuldun annars er leyft á útskulda á verk sem eru í vinnslu. |
Ef hakað við getur starfsmaður ekki valið þann tímataxta sem skráð vinna fer á. Taxtinn er eingöngu valin þegar farið er í útskuldun undir „Verkbókhald>Útskuldun>Skrá reikninga fyrir tíma og vörur“.
Að sjálfsögðu man kerfið þann taxta sem valinn var á starfsmann við síðustu útskuldun en hægt er að breyta taxtanum við hverja útskuldun. |
Ef hakað við millilendir reikningur í sölukerfinu eins og hann hefði verið skráður þar og þar er hægt að breyta og bæta við alveg eins og ef reikningur hefði verið skráður beint í sölukerfinu.
Ekki er þó leyft að breyta magni eða eyða vörulínum sem innhalda vörunúmer sem tilheyra birgðabókhaldi, ef leiðrétta þarf slíkar vörulínur þarf að gera það með því að skrá nýjar vörulínur með magni í mínus eða plús. |