<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Sækja færslur í banka > Breyta færslum/færslustýringar |
Staða lengst til hægri í listanum sýnir hvort færsla er villulaus eða ekki . Hægt er að breyta færslu með því að smella á línu. Við það fer færsla í breytingarham og birtist svona.
Hægt er að breyta bókhaldslykli, færslutexta og kennitölu. Bókhaldslykli og kennitölu er hægt að fletta upp í kerfinu með því að smella á .
Ef færsla tilheyrir greiðslu á reikningi frá lánadrottni er hægt að skrá dagsetningu reiknings í svæðið „Dags. reikn.“ og gerir kerfið þá lánadrottnabókun skv. dagsetningu reiknings og svo bókun á greiðslu skv. dagsetningu bankafærslu.
Til að staðfesta breytingu á færslu er valið Enter eða .
Táknin (aðgerðirnar) sem sýndar eru fremst í listanum hafa með færslustýringar að gera. Hægt er að viðhalda færslustýringum beint héðan. Með því að smella á er hægt að bæta við færslustýringu og með því að smella á er breytt færslustýringu sem til er fyrir.
Táknið sýnir að færslustýring sem notuð var kom úr sjálfgefinni færslustýringu þ.e. færslustýringu úr sameiginlegum gagnagrunni sem fylgir kerfinu og hvert fyrirtæki fyrir sig hefur ekki aðgang að.
Hægt er þó að gera sjálfgefna færslustýringu óvirka með því að smella á táknið. Ef þörf er á að gera sjálfgefna færslustýringu virka að nýju er það gert í „Viðhald skráa“ „Færslustýringar“ og velja aðgerðahnapp „Óvirkar sjálfgefnar“ við það opnast þessi skjámynd hér að neðan þar sem hægt er að eyða út óvirkri færslustýringu sem þar með verður virk að nýju.