<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Tengja skjöl |
Til þess að tengja skönnuð skjöl þarf að velja Bókhald > Skráning færslna > Tengja skjöl. Við það kemur upp skjámynd með mynd af skjali vinstra megin og lista af færslum hægra megin.
Til þess að fara á milli skjala þarf að nota eða hnappana sem eru fyrir ofan myndina.
Til þess að stýra röð skjalanna þarf að fara í stillingar skjámyndina, þar má einnig finna forrit til að skanna skjöl inn í kerfið.
Skjöl eru tengd við færslu með því að velja rétt skjal í myndbirtingu og smella svo á hnappinn við rétta færslu. Við það hverfur skjalið úr myndbirtingu og númer birtist við færsluna, númerið segir til um hversu mörg skjöl eru tengd færslunni allt að fjórum skjölum, eftir það birtist eftirfarandi mynd .
Til að skoða hvaða skjöl eru tengd stakri færslu þarf að smella á þetta númer en við það kemur upp myndbirting með þeim skjölum. Þaðan er einnig hægt að aftengja skjöl.
Sum skjöl eru þess eðlis að ekki passar að hengja þau á staka færslu heldur er nær lagi að hengja þau á tímabil, það er hægt að gera með því að smella á hnappinn efst á listanum. Þar er annað hvort hægt að tengja skjalið við ár eða mánuð.
Til þess að aftengja skjöl sem hanga á tímabilum þarf að smella á hnappinn. Til að skoða skjöl sem eru á tímabili er valið „Fyrirspurnir“ „Tengd skjöl á tímabil“.
Auk þess að geta skannað inn skjöl með áður nefndu forriti er einnig hægt að fletta eftir skjölum og sækja þannig með því að smella á hnappinn „Fletta/sækja skjöl“.