<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga og senda í dagbók |
Þessi aðgerð „Bókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga” birtir alla rafræna reikninga sem sóttir hafa verið frá vörusölum og ekki hafa verið bókaðir. Jafnframt eru aðrir hugsanlegir ósóttir reikningar sóttir þegar farið er í þessa aðgerð. Þá reikninga sem kerfið hefur fundið færslustýringar fyrir og eru því klárir til bókunar þ.e. með tákninu aftast í línunni er hægt að velja með því að haka við þá fremst í línu eða velja alla með því að haka í hauslínu fremst og senda í dagbók með því að smella á hnappinn „Senda valda reikninga í dagbók“.
Með því að smella á táknið er birt mynd af reikningi. Neðst á mynd af reikningi birtast einnig upplýsingar um auka viðhengi sem hugsanlega fylgja reikningi og er þá jafnframt hægt að smella á táknmynd til að birta mynd af þeim.
Með því að smella á táknið er reikningi hafnað en athugið þó að vörusali fær engar upplýsingar um að reikningi hafi verið hafnað þannig að hafa þarf sérstaklega samband við hann og láta vita ef þörf er á.
Með því að smella á línuna fyrir reikninginn birtast allar línur reiknings og þar er bæði hægt að skilgreina færslustýringar og/eða breyta línum beint.