<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Skráning |
Hægt er að velja í „Stillingar“ um tvenns konar form á færsluskráningu annars vegar innsláttur á færsluformi og hins vegar innsláttur í grind (grid).
Færslur í kerfið geta einnig komið eftir öðrum leiðum. Reglu sölukerfi bókar færslur um leið og reikningur er gerður. Reglu launabókhald bókar færslur þegar bókunaruppgjör er keyrt. Aðgerðin “Senda í dagbók” undir “Sækja færslur” bókar færslur frá banka.
Hægt er að skrá eins margar færslur og óskað er á fylgiskjal og raðast þær upp í skráningarmynd. Úr skráningarmynd er hægt að velja færslu til að breyta eða eyða og einnig er hægt að afrita færslu.
Þegar búið er að skrá allar færslur fylgiskjals og það stemmir (samtals fjárhæð 0) er hægt að velja aðgerð “Staðfesta” sem staðfestir skráningu á fylgiskjali og merkir það með grænu tákni. Ef fylgiskjal stemmir ekki birtist mismunur og “Staðfesta” hnappur verður óvirkur. Alltaf er hægt að velja aðgerð “Geyma ófrágengið” og merkjast þá færslur fylgiskjals með rauðu tákni og eru hvergi teknar með í uppgjörum eða fyrirspurnum.
Færslur geta einnig birst í dagbók með gulu tákni sem þýðir að færslurnar eru ófrágengnar eins og rauðu færslurnar, og þarf að staðfesta þær, en eru samt villulausar.
Þó fylgiskjal hafi verið staðfest er samt hægt að velja það úr dagbókarlista (neðri listi) til breytinga, ef það tilheyrir ekki lokuðu tímabili. Ef valið er að skrá fylgiskjal á áður uppgert vsk tímabili krefst kerfið þess að gerð sé leiðréttingaskýrsla fyrir vsk.
Ekki er leyft að breyta eða eyða færslum sem tilheyra lokuðu vsk tímabili.
Einnig er hægt að velja fylgiskjal til bakfærslu og verður það þá tilbúið í bakfærslu í skráningarmynd og einungis þarf að velja aðgerð “Staðfesta”.
Í dagbókarlista neðst í skráningarmynd birtast sjálfgefið færslur þeirra fylgiskjala sem á eftir að staðfesta eins og t.d. færslur frá banka.
En með því taka hakið af “Ófrágengið” eru allar færslur birtar skv. vali.
Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við skráningarsvæði fyrir víddir.