<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Skráning > Innsláttur á færsluformi |
Skráning færslna fer þannig fram að hægt er að skrá bæði debet-, og kreditfærslu í einni færslu. Kerfið skiptir síðan skráningunni upp í tvær færslur debet og kredit.
Ef bókhaldslykill ber vsk þá verður til þriðja færslan.
Dagsetning færslu. Sjálfgefið kemur upp dagsetning dagsins sem skráning á sér stað. Hægt er að slá inn dagsetningu eða velja af dagatali. |
Hægt er að velja lykil af lyklatré vinstra megin við skráningarmynd. Einnig er hægt að leita að lykli í flettilista með því að smella á gleraugun. Einnig má skrá hluta af lykli eða heiti lykils og birtist þá vallisti yfir mögulega lykla eða lykilinn beint í innskráningarmynd ef einn lykill kemur til greina. Þegar lykill hefur verið skráður birtist heiti hans hægra megin.
Hægt er að smella á táknið og er þá endurtekið það sem skráð var síðast í þetta svæði. |
Fjárhæð færslu. Þegar fjárhæð hefur verið skráð reiknast vsk ef við á og birtist í “Fjárhæð vsk” fyrir neðan. |
Hér birtist útreiknaður vsk.
Ef vsk flokkur sem bókhaldslykill tilheyrir leyfir er hægt að breyta útreiknuðum vsk. Þó vsk flokkur leyfi ekki breytingu er alltaf hægt að breyta vsk um +- 2 kr til að taka á hugsanlegri afrúnnunarþörf. |
Skýring eða texti í færslu. Í bókhaldslykli er hægt að skilgreina sjálfgefinn texta í færslur og kemur hann þá eftir að bókhaldslykill hefur verið skráður. Textanum er þó hægt að breyta í skráningu að vild. |
Tilvísunarsvæði sem notað er fyrir kennitölu.
Hægt er að skilgreina í bókhaldslykli að skráning færslna á hann krefjist kennitölu, t.d. lykill sem er fyrir aðkeypta þjónustu.
Hægt er að fletta í viðskiptamannaskrá eftir kennitölu . Einnig er hægt að fletta í starfsmannaskrá eftir kennitölu . |
Tilvísunarsvæði sem notað er fyrir reikningsnúmer. Reglu sölukerfið setur númer sölureiknings í þetta svæði. |
Frjálst tilvísunarsvæði fyrir aðrar tilvísanir en kennitölu og reikningsnúmer. |
Er notuð fyrir lánadrottnabókun. Ef verið er að bóka á bókhaldslykil sem tilheyrir rekstri birtist þetta svæði annars ekki. Ef t.d. verið er að bóka greiðslu á reikningi sem ekki hefur verið bókaður áður og er dagsettur á öðru vsk tímabili en greiðsla.
Með því að skrá hér dagsetningu verða færslur á reksturinn og kreditfærsla á lánadrottna færðar undir dagsetningu reiknings og síðan debetfærsla á lánadrottna undir dagsetningu greiðslu.
|