Innsláttur í grind

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Skráning  >

Innsláttur í grind

Hér eru færslur skráðar beint í grind færslu fyrir færslu en kerfið sér þó um að búa til vsk færslu í grindina ef því er að skipta. Ef ekki er slegin inn upphæð í síðustu færsluna á fylgiskjali sér kerfið um að reikna upphæð í hana þannig að fylgiskjal stemmi.

 

Skráning færsla fer fram í neðstu línu í grindinni. Til að staðfesta skráningu er annað hvort ýtt á Enter eða valin aðgerð FIBSAC~1_img18 aftast í línu. Til að breyta færslu er smellt á línu og við það fer línan í breytingarham:

 

FIBSAC~1_img19

 

Þegar búið er að breyta færslu er breyting staðfest annaðhvort með því að ýta á Enter eða smella á aðgerð FIBSAC~1_img20 aftast í línu.

 

Hægt er að afrita færslu með því að smella á FIBSAC~1_img21 aftast í línu.

 

Svæðin Lykill, Færslutexti, Kennitala, Reikn.nr. og Tilvísun er hægt að afrita frá næstu færslu sem var skráð á undan með því annað hvort að tvísmella á svæðin eða nota ör niður á lyklaborði.

 

Varðandi lýsingu á einstökum svæðum sjáið lýsingu hér. Aðalmunurinn er þó sá að ekki er sleginn inn bæði debet og kredit bókhaldslykill heldur er slegin inn upphæð annaðhvort debet eða kredit og vsk fjárhæð birtist ekki fyrr en færsla er skráð.

 

Ef fyrirtæki er með skilgreindar víddir undir Stjórnun > Viðhald skráa > Víddir stýringar / Víddir skilgreiningar bætast við skráningarsvæði fyrir víddir.