Skilgreina/Breyta færslustýringu

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga og senda í dagbók >

Skilgreina/Breyta færslustýringu

Efri hluti skjámyndar þ.e. „Skilgreiningar“ inniheldur þau svæði sem nota skal til að ákvarða innihald svæða fyrir bókun. Svæði fyrir bókun eru skilgreind undir „Bókun“. Stýringarnar virka þannig að eftir því sem fleiri atriði undir „Skilgreiningar“ eiga við reikningslínur þá er sú stýring notuð. Lágmarks upplýsingar undir „Skilgreiningar“ eru „Vörusali“ og „Vsk flokkur“ og eru þær teknar beint úr reikningi og ekki hægt að breyta þeim.

 

Í dæminu hér að neðan er sýnt að valið hefur verið að breyta stýringu. Eina svæðið sem tilheyrir stýringunni auk vörusala og vsk flokks er „Skýring inniheldur texta“ og þá á að nota bókhaldslykil 4030. Ekki er valinn neinn sérstakur texti í bókhaldsfærslur og í þeim tilfellum er nafn vörusala notað sem texti.

 

Ef hakað er við „Merkist sem óklárað“ þá fær færslan í dagbók rauða merkingu og kalla þarf hana upp í skráningu og staðfesta. Þegar smellt er á „Uppfæra“ uppfærast allar reikningslínur skv. stýringunni.

 

FIBSAC~1_img42