<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Vefverslunartenging > Pantanir > Almennt um pantanir |
Pantanir úr vefverslun eru bókaðar í reikninga (Sölukerfi > Skráning og viðhald > Reikningar).
Skráning pantana
Það eru þrír möguleikar fyrir meðhöndlun pantana eins og er lýst í Stillingar.
•Pöntun er bókuð þegar greiðsla er samþykkt (mælt með)
Pantanir berast í Geymda reikninga. Þegar Regla fær síðan skilaboð um að greiðsla sé staðfest, er Geymdi reikningurinn bókaður.
Athugið að handvirkar greiðsluleiðir eins og millifærslur senda ekki skilaboð um staðfesta greiðslu og þarf því að bóka þá geymdu reikninga handvirkt.
•Pöntun er bókuð í geymdan reikning
Pantanir berast í Geymda reikninga, þar sem það er hægt að yfirfara þá og síðan klára bókun.
•Pöntun er bókuð beint í reikning
Pantanir eru bókaðar beint í reikning.
Til að finna ákveðnar pantanir er hægt að leita eftir pöntunarnúmer úr vefversluninni:
Greiðslur
Í reikningalistanum er sérstakur dálkur sem heitir Heimild. Þegar greiðsla er staðfest frá vefversluninni, þá er sett í þennan reit nafnið á greiðsluhirðinu.
Viðskiptavinir
Viðskiptavinir úr vefverslun eru ekki skráðir í Reglu, nema það sé búið að útbúa kennitölureit í greiðslusíðuna í vefversluninni.
Ef það er búið að setja upp kennitölureit, þá verður viðskiptavinurinn skráður og pöntunin síðan skráð á hann.
Annars er notaður Gestaviðskiptavinurinn sem er stilltur í Stillingar.
Þegar þessi viðskiptavinur er notaður eru upplýsingar um viðskiptavin úr vefversluninni settar í athugasemd.
Hér er dæmi um pöntun úr vefverslun, þar sem Gestaviðskiptavinurinn er notaður: