<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Vefverslunartenging > Uppsetning > WooCommerce |
Til að setja upp vefverslunartengingu er farið í stillingasíðuna (Sölukerfi > Stjórnun > Vefverslun) og valið Bæta við tengingu:
Tengilyklar
Í þessa reiti fara inn tengiupplýsingar, annars vegar upplýsingar frá WooCommerce og hins vegar aðgangsupplýsingar frá Reglu
API URL - Slóðin á bakendann á WooCommerce síðunni: https://*slóð síðunnar*/wp-json/wc/v2/
Consumer key og secret - Veflyklar frá WooCommerce. Nánar í WooCommerce tengilykill
Notandi og lykilorð Reglu - Í þessa reiti setið þið notendanafn og lykilorð Reglu. Þetta er gert til að búa til aðgangslykil fyrir WooCommerce til að geta skráð pantanir.
Notandinn sem er skráður hér verður skráður fyrir sjálfvirkum áðgerðum tengdum vefversluninni, eins og að bóka reikning.
Við mælum með að búa til sér notenda fyrir tenginguna. Sjá nánar.
Stillingar
Fyllið út stillingar fyrir Pantanir, Óþekktar vörur og Atburði og samstillingu.
Tenging stofnuð
Ýtið á Stofna til að búa til tenginguna.
Þá er vefverslunin sett upp til að senda pantanir á Reglu en næstu skref yrðu þá að samtengja vörurnar til að Regla geti uppfært vörur í vefversluninni rétt.