Frumstilling á vörum

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Vefverslunartenging > Vörur >

Frumstilling á vörum

 

Þegar það er búið að setja upp tengingu við vefverslunina er næsta skref að tengja saman vörurnar milli Reglu og vefverslunarinnar.

 

Undir Frumstilling er hægt að sækja vöruskránna frá vefversluninni og flytja beint inn í Reglu.

 

webstore_frumstilling

 

 

Á þessari síðu eru vörurnar af vefversluninni sóttar, og þær eru bornar saman við vörurnar í Reglu. Annað hvort er hægt að stofna vörurnar í Reglu, eða það er hægt að tengja við sambærilegar vörur ef þær eru til.

 

Allar vörur og vöruafbrigði sem á að flytja inn þurfa að vera með vörunúmer (SKU í vefverslun).

Ef það á að tengja við vörur í Reglu þurfa SKUin í vefverslun að passa við vörunúmer Reglu.

 

Takkinn "Sækja vörur" sækir vöruskránna af vefversluninni og birtir í lista. Fyrir stærri vefverslanir getur getur tekið nokkra stunda að sækja allan listann.

 

 

webstore_frumstilling_list

 

 

Vörur sem er hægt að stofna birtast svona:

 

webstore_import_create

 

Vörur sem er hægt að tengja við aðrar vörur birtast svona. Það er hægt að sjá hvaða vöru er verið að tengja við með því að fara með músina yfir reitinn:

 

webstore_link

 

 

Ef það ekki hægt að stofna eða tengja vöru, þá birtiast þær svona. Hægt er að sjá villuskilaboðin með því að færa músina fyrir merkið:

 

webstore_cant_link

 

 

 

Merkið hvaða vörur þið viljið flytja inn og ýtið á "Flytja inn" þegar þið eruð tilbúin.

 

webstore_import_check          webstore_import_button

 

 

Fyrir vörur með afbrigðum er hægt að fara yfir reitinn afbrigði  til að sjá lista af afbrigðunum.

 

webstore_import_variant_hover

 

 

Leit og síun er hentug til að finna ákveðnar vörur í stórri vöruskrá:

 

webstore_import_filter

 

 

Þessi hlekkur opnar vöruna í vefversluninni

 

webstore_import_link

 

 

Í hægra horninu eru fjöldi vara og hvenær gögnin voru sótt. Ef það eru gerðar breytingar í vefversluninni á meðan Frumstilling er í gangi, þarf að sækja vörur aftur til að fá breytingarnar:

 

webstore_import_time

 

 

Þegar það er búið að flytja vörur inn, er hægt að bera þær saman og athuga stöðu á þeim í Samstillingu. (Samstilling)

 

Athugið að þegar breytilegar vörur – sem eru til í Reglu fyrir – eru fluttar inn, passið að nöfn og gildi vörueiginleikana séu eins í báðum kerfum.

 

Athugið að þegar vörur eru fluttar inn, þá fá þær vsk. flokkinn sem er stilltur í Vsk. flokkur á óþekktum vörum í Stillingar