<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Vefverslunartenging > Vörur > Samstilling á vörum |
Þegar það er búið að tengja vörurnar milli Reglu og vefverslunarinnar, er hægt að keyra samanburð á vörunum milli kerfanna.
Ef það er ósamræmi á einhverjum vörum, birtast þær í sérstökum lista sem er hægt að keyra samstillingu á.
Samstillingin er gott tól til að koma vefverslunartengingunni af stað eða til að bæta við nýjum vörum.
Eftir að það er búið að samstilla vörurnar þá eiga þær að haldast samstilltar.
Takkinn "Keyra samanburð" nær í allar tengdar vörur úr Reglu og vefversluninni, ber þær saman og birtir í töflu:
Samstilltar vörur
Vörur sem eru samstilltar birtast svona:
Vörur í ósamræmi
Vörur sem eru í ósamræmi eru birtar svona. Farið með músina yfir viðvörunarmerkið til að sjá hvað er í ósamræmi
Til að laga ósamræmi, veljið vöruna, veljið síðan hvaða gildi á að taka mark á, ýtið síðan á samstilla:
Í þessu dæmi er tekið mark á verði og birgðum frá Reglu, þannig þau gildi eru uppfærð í vefverslun.
Athugið að gildin sem eru athuguð í samstillingunni eru stillt hér í vefverslanastillungunum:
Villur
Ef einhverjar villur koma upp við samstillingu þá birtast þær með rauðu:
Til að laga þessar villur er farið með músina yfir merkið og þá er hægt að velja valmöguleika til að laga vöruna:
Ef engir möguleikar eru til að laga vöruna þá þarf að eyða tengingunni og tengja vöruna upp á nýtt:
Annað
Leit og síun er hentug til að finna ákveðnar vörur í stórri vöruskrá:
Þessi hlekkur opnar vöruna í vefversluninni
Í hægra horninu eru fjöldi vara og hvenær gögnin voru sótt. Ef það eru gerðar breytingar í vefversluninni á meðan Samstilling er í gangi, þarf að keyra samanburð aftur til að fá breytingarnar: